Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 05. júní 2021 10:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Saul Niguez og Yves Bissouma ekki til Liverpool
Mynd: EPA
Það var vonbrigðar tímabil hjá Liverpool í ár. Talið er að Klopp muni vera duglegur á leikmanna markaðnum í sumar. Liverpool höfðu áhuga á Saul Niguez leikmanni Athletico Madrid og Yves Bissouma leikmanni Brighton en munu ekki kaupa þá í sumar, þessu greinir Mirror frá.

Liverpool hefur þegar gengið frá einum kaupum en franski miðvörðurinn Ibrahima Konate er genginn til liðsins. Hollenski miðjumaðurinn Gini Wijnaldum er á förum og Liverpool ætla því að fá mann í hans stað.

Talið er að Liverpool ætli að fá inn nýja leikmenn í fremstu víglínu til að keppast við Mane, Salah og Firmino um sæti í liðinu.

Liverpool hafa fylgst grant með Yves Bissouma en ekkert tilboð borist í hann frá liðinu og þá hafa þeir misst af tækifæri til að fá Saul Niguez til sín en talið er að hann sé á leið til Bayern Munchen.
Athugasemdir
banner
banner
banner