Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 05. júní 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Alfons ekki klár í að binda sig í Noregi - „Ætla að leyfa hlutunum að þróast"
Alfons Sampsted
Alfons Sampsted
Mynd: Bodö/Glimt
Íslenski landsliðsbakvörðurinn Alfons Sampsted ætlar að skoða möguleika sína eftir tímabilið í Noregi en hann verður samningslaus í lok árs.

Alfons er 24 ára gamall og gegnir mikilvægu hlutverki í vörn norska meistaraliðsins Bodö/Glimt.

Hann hefur spilað frábærlega með liðinu síðustu tvö tímabil og þá sérstaklega á síðustu leiktíð er liðið komst í 8-liða úrslit Sambandsdeildarinnar og vann meðal annars Roma tvisvar í fjórum leikjum í keppninni.

Sterkari félög hafa verið að horfa til leikmanna liðsins. Alfons verður samningslaus í lok árs en hann er ekki klár í að binda sig niður eins og staðan er í dag.

„Akkúrat núna þá hef ég sagt við Bodö/Glimt að ég ætla að einbeita mér að fótboltanum og halda hlutunum opnum. Ég er ekki búinn að segja nei við þá og ég ætla ekki að binda mig niður heldur. Ég ætla að leyfa hlutunum að þróast og sjá hvert það tekur okkur en ég er á frábærum stað í Bodö/Glimt og þarf mikið til að það komi klúbbur sem er meira heillandi en hann núna," sagði Alfons við Fótbolta.net í gær.
Alfons Sampsted: Ég hefði átt að taka eitt skref til hliðar
Athugasemdir
banner
banner
banner