Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. júní 2022 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ancelotti hvetur Blackburn að ráða Ferguson
Mynd: Getty Images

Blackburn er í stjóraleit eftir að Tony Mowbray hætti hjá félaginu eftir fimm ár í starfinu.


Blackburn hafnaði í 8. sæti í Championship deildinni en Duncan Ferguson, aðstoðarþjálfari Frank Lampard hjá Everton er talinn líklegastur til að taka við sem stjóri Blackburn.

Carlo Ancelotti stjóri Real Madrid á Spáni er spenntur fyrir því en samkvæmt fjölmiðlum á Englandi hefur hann haft samband við Blackburn og hvatt þá til að ráða Ferguson.

Ancelotti og Ferguson unnu saman hjá Everton á árunum 2019-2021 þegar sá síðarnefndi aðstoðaði þann fyrrnefnda.


Athugasemdir
banner
banner