Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. júní 2022 14:10
Anton Freyr Jónsson
Allir leikmenn í hópnum leikfærir á morgun
Arnar Þór Viðarsson og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á fréttamannafundi Íslands núna í hádeginu.
Arnar Þór Viðarsson og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á fréttamannafundi Íslands núna í hádeginu.
Mynd: KSÍ

Nú í hádeginu fór fram fréttamannafundur Íslands fyrir leikinn á morgun gegn Albaníu á Laugardalsvelli. Arnar Þór Viðarsson þjálfari og Birkir Bjarnason fyrirliði Íslands sátu fyrir svörum á fundinum. 

Arnar Þór Viðarsson segir að staðan á hópnum sé góð og að allir verða klárir í slaginn á morgun fyrir utan Willum Þór Willumsson sem þurfti að yfirgefa hópinn í gær vegna meiðsla. 


„Staðan er bara góð. Við þurftum að vísu að kveðja Willum í gær. Hann er búin að vera í smá basli með hásinina og það voru ekki alveg nógu mikil batamerki þar og Willum hafði samband við sinn klúbb í gær og yfirgaf hópinn."

Brynjar Ingi Bjarnason og Hákon Arnar Haraldsson fóru meiddir af velli gegn Ísrael á fimmtudaginn en segir Arnar Þór Viðarsson þá vera klára í slaginn á morgun.

„Þeir sem fengu einhver spörk eða krampa í leiknum úti á móti Ísrael voru að taka síðustu test í dag og það lítur bara vel út og eins og staðan er akkúrat núna eru allir 25 leikmennirnir í hópnum leikfærir á morgun."


Athugasemdir
banner
banner