Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 05. júní 2022 13:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Daníel Leó vildi fá að spila meira - Rifbeinsbrot setti strik í reikninginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Daníel Leó Grétarsson gekk til liðs við Slask Wroclaw í Póllandi í janúar frá Blackpool.


Hann fór til að spila fleiri leiki en rifbeinsbrot setti strik í reikninginn. Fótbolti.net ræddi við hann í gær.

„Mér líður mjög vel og fjölskyldunni líka. Ég fór því ég vildi spila meira, ég var ekki að fá nógu mikinn spiltíma hjá Blackpool. Ég spila nokkra leiki en rifbeinsbrotna í fyrsta leik eftir síðasta landsleikjahlé."

Hann er staðráðinn í að koma sterkari til baka á næstu leiktíð.

„Ég náði ekki eins mörgum leikjum og ég hélt, náði síðasta leiknum á tímabilinu fyrir landsleikjahléið og vonandi næ ég fleiri leikjum á næsta tímabili,"

Daníel er í íslenska landsliðishópnum um þessar mundir en liðið mætir Albaníu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli á morgun. Daníel lék allan leikinn gegn Ísrael á fimmtudaginn síðastliðinn.


Daníel Leó: Tekur tíma að koma saman og spila sem lið
Athugasemdir
banner
banner
banner