Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 05. júní 2022 18:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fór stórkostlega af stað en svo hefur hægst á ferðinni
Brynjar Ingi Bjarnason.
Brynjar Ingi Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason kom eins og stormsveipur inn í íslenska A-landsliðið á síðasta ári.

Saga Brynjars er ótrúleg. Hann var að spila með Magna á Grenivík sumarið 2018, en sig svo inn í liðið hjá KA. Góð frammistaða þar skilaði honum sæti í A-landsliðshópi Íslands fyrir verkefni síðasta sumar. Hann tók það verkefni með báðum höndum og var algjörlega frábær.

Frammistaða hans þar og forföll annarra miðvarða - skiluðu honum áframhaldandi sæti í hópnum og er hann búinn að vera byrjunarliðsmaður í eitt ár núna.

Eftir frábæra byrjun, þá hefur frammistaða hans verið upp og niður undanfarna mánuði. „Slökkvum á Akureyri í smástund," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær en Brynjar á mikið af aðdáendum fyrir norðan.

„Ég rúllaði yfir landsleiki Brynjars. Hann kom inn með látum... við vorum svo þyrst eftir einhverju, okkur vantaði svo mikið eitthvað til að halda í. Við söknuðum Kára og Ragga og guð á himnum hvað við söknum Sverris núna. Ég ætla að vona að þessar persónulegu ástæður fari að leysast hverjar sem þær eru. Gæinn er kominn á fullt með einu besta liðinu í Grikklandi og er að spila Evrópufótbolta. Hann er langbesti miðvörðurinn okkar og við þurfum að fá hann inn í liðið," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Brynjar Ingi er orðinn aðalmaðurinn. Ég verð að taka undir með Herði Snævari sem setti á Twitter að það sé langt síðan Brynjar átti leik á pari við þessa fyrstu 3-4 leiki sína. Hann hefur ekki verið sérstaklega góður. Ég er ekki að kenna honum um varnarleikinn okkar, en hann átti að koma inn og vera kjölfestan okkar í varnarleiknum þegar við missum Kára, Ragga og Sverri. Hann hefur ekki alveg náð að standa undir því."

Brynjar leit ekki vel út gegn Ísrael í síðustu viku áður en hann þurfti að fara meiddur af velli. „Varnarleikurinn í fyrsta markinu var algjört djók," sagði Tómas.

„Varnarleikurinn er höfuðverkur. Meira að segja þegar við fáum Hörð Björgvin (Magnússon) þarna inn, hann er sekur - eins og hann segir sjálfur - um jöfnunarmarkið."

Hægt er að hlusta á allan útvarpsþáttinn hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Ísland, þjálfaramál og Selfoss
Athugasemdir
banner
banner
banner