Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 05. júní 2022 20:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gary ánægður með Gonza og Tokic - „Mun aldrei skilja það"
Lengjudeildin
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gonzalo Zamorano í leik með ÍBV.
Gonzalo Zamorano í leik með ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin, fyrirliði Selfoss, var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær. Selfoss hefur farið mjög vel af stað í sumar og er á toppi Lengjudeildarinnar.

Gary er í breyttu hlutverki hjá Selfossi og spilar meira á miðsvæðinu núna. Hann treystir á Hrvoje Tokic og Gonzalo Zamorano til að skora mörkin.

„Við erum með Tokic og Gonzi sem munu alltaf skora mörk. Ég get alltaf skorað mörk líka, en það er gott að vera tengiliðurinn að vera á milli varnar og sóknar. Ég er að verða gamall og verð að skilja leikinn betur. Það er gott að taka þátt í varnarvinnunni," sagði Gary.

„Tokic var ekki í sínu besta formi í fyrra. Hann er tólf kílóum léttari núna en í fyrra. Þegar hann vill, þá er mjög erfitt að ráða við hann. Hann getur haldið boltanum, skallað boltann og hlaupið. Markið sem hann skoraði gegn Þór, ég gæti aldrei skorað þannig mark," sagði Englendingurinn jafnframt.

Gonzalo kom á Selfoss frá ÍBV fyrir yfirstandandi tímabil. Gary benti Selfyssingum á að sækja Spánverjann; hann trúði því ekki að ÍBV væri að leyfa honum að fara.

„Við erum með betri sóknarlínu en sum liðin í Bestu deildinni. Það er mitt mat," segir Gary.

„Hvernig ÍBV leyfði Gonzi að fara, ég mun aldrei skilja það. Ég trúi því ekki að þeir hafi ekki haldið í hann. Ég heyrði sögur um að hann væri á förum og sagði strax við Deano að við þyrftum að fá hann."

Gary talaði um að það væri engin tilviljun að Zamorano væri markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar, hann væri búinn að leggja á sig gífurlega mikið í vetur til þess að ná slíkum árangri með Selfyssingum.

Hægt er að hlusta á allan útvarpsþáttinn í heild sinni hér að neðan þar sem rætt er við Gary.
Útvarpsþátturinn - Ísland, þjálfaramál og Selfoss
Athugasemdir
banner
banner
banner