Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 05. júní 2022 19:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað hugsar Katrín Ásbjörns ef Elín Metta verður í hóp en ekki hún?
Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Ásbjörnsdóttir.
Katrín Ásbjörnsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elín Metta Jensen er búin að skora þrjú mörk í sjö leikjum í Bestu deild kvenna í sumar en er ekki alveg búin að vera upp á sitt besta samt sem áður.

Elín hefur raðað inn mörkunum í efstu deild með Val síðustu ár og það eru meiri kröfur gerðar á hana.

„Elín Metta á enn eftir að komst á skrið," sagði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir í nýjasta þætti Heimavallarins.

Elín byrjaði á bekknum í stórleik gegn Breiðabliki á dögunum. „Þetta er kannski áhyggjuefni fyrir stuðningsfólk íslenska landsliðsins," sagði Guðni Þór Einarsson.

„Hún þarf að vera í standi og komst í sitt form að skora mörk og svoleiðis," sagði Guðrún. „Hún var í meiðslum undir lok síðasta tímabils og eitthvað í vetur. Elín Metta er frábær leikmaður og ég held að hún eigi eftir að stíga upp og eigi eftir að vera mikilvæg fyrir Ísland á EM."

„Mögulega var hún ekki í nægilega góðu standi þegar tímabilið byrjaði en ég myndi ekki hafa áhyggjur af henni," sagði Guðrún Jóna.

Elín hefur ávallt verið í landsliðshóp hjá Þorsteini Halldórssyni þegar hún er ekki meidd. Á næstunni verður hópurinn fyrir lokakeppni EM valinn. Verður hún þar?

„Ég held að það hljóti að vera," sagði Guðni.

„En hvað hugsar leikmaður eins og Katrín Ásbjörns ef að Elín Metta verður í hóp en ekki hún?" spurði Mist Rúnarsdóttir en Katrín hefur verið í stóru hlutverki með Stjörnunni á tímabilinu og leikið vel framarlega á vellinum.

„Hún verður örugglega ekki mjög glöð með það," sagði Guðrún Jóna.

Það verður áhugavert að sjá hvað gerist en undirbúningur fyrir EM fer á fleygiferð í lok þessa mánaðar. Mótið, sem fer fram í Englandi, fer svo fram í næsta mánuði.

Hægt er að hlusta á Heimavöllinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Heimavöllurinn: Þriðjungsuppgjör Bestu og allt eftir bók í bikar
Athugasemdir
banner
banner
banner