sun 05. júní 2022 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool búið að hafna fyrsta tilboði Bayern í Mane
Sadio Mane.
Sadio Mane.
Mynd: EPA
Liverpool var að hafna fyrsta tilboði Bayern München í Sadio Mane.

Frá þessu greinir Paul Joyce, sem er mjög virtur fjölmiðlamaður á Bretlandseyjum.

Joyce segir að fyrsta tilboðið frá Bayern hafi verið upp á 21 milljón punda. Möguleiki hafi verið svo á 4 milljónum til viðbótar ef með ákveðnum skilyrðum. Eitt þeirra var um að Bayern myndi vinna Meistaradeildina.

Mane, sem er þrítugur, vill yfirgefa Liverpool eftir sex ára veru til þess að fá nýja og ferska áskorun á sínum ferli. Mane hefur skorað 120 mörk í 269 leikjum með Liverpool og unnið allt sem hægt er að vinna.

Hann hefur verið langmest orðaður við þýska stórveldið Bayern München, en það hefur verið rætt og skrifað um að Liverpool vilji fá meira en 40 milljónir punda fyrir Mane.

Joyce segir jafnfamt að James Milner sé við það að skrifa undir nýjan samning við Liverpool og mun hann taka á sig launalækkun til að halda áfram hjá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner