Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 05. júní 2022 19:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Argentina 5 - 0 Estonia
1-0 Lionel Andres Messi ('9 , víti)
2-0 Lionel Andres Messi ('45 )
3-0 Lionel Andres Messi ('47 )
4-0 Lionel Andres Messi ('71 )
5-0 Lionel Andres Messi ('76 )

Lionel Messi, einn besti fótboltamaður sögunnar, gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk þegar Argentína vann sannfærandi sigur gegn Eistlandi í vináttulandsleik í kvöld.

Leikurinn fór fram á Spáni í kvöld og réðu leikmenn Eista engan veginn við Messi.

Hann skoraði fyrst úr vítaspyrnu á níundu mínútu og bætti svo við öðru marki fyrir leikhlé. Í seinni hálfleiknum gerði hann svo þrjú mörk til viðbótar.

Flottur leikur hjá Argentínu sem ætlar sér alla leið á HM næsta vetur. Verður það mögulega síðasta tækifæri Messi til að vinna heimsmeistaratitilinn með landsliði sínu þar sem hann er orðinn 34 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner