Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 05. júní 2022 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi tók fram úr Puskás
Messi er mögnuð vera.
Messi er mögnuð vera.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi skoraði í kvöld fimm mörk þegar Argentína vann 5-0 sigur á Eistlandi í vináttulandsleik.

Messi tók þar með fram úr Ungverjanum Ferenc Puskás og er núna fjórði markahæsti landsliðsmaður sögunnar.

Þá er einungis verið að tala um leikmenn í karlaboltanum.

Messi, sem er 34 ára gamall, byrjaði að spila með argentínska landsliðinu árið 2005 og er búinn að gera 86 mörk í 162 landsleikjum fyrir þjóð sína.

Það er Cristiano Ronaldo sem leiðir þennan lista. Hann bætti í markafjölda sinn með Portúgal með því að skora tvö mörk í sannfærandi sigri gegn Sviss í kvöld.

1 - Cristiano Ronaldo (Portúgal) - 117 mörk
2 - Ali Daei (Íran) - 109 mörk
3 - Mokhtar Dahari (Malasía) - 89 mörk
4 - Lionel Messi (Argentína) - 86 mörk
5 - Ferenc Puskás (Ungverjaland og Spánn) - 84 mörk
Athugasemdir
banner
banner
banner