Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 05. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Myndband: Umdeildur vítaspyrnudómur í Búdapest
Reece James
Reece James
Mynd: EPA
Leikmenn enska landsliðsins voru ekkert sérstaklega sáttir er Artur Dias Soares, dómari, dæmdi á punktinn í leik liðsins gegn Ungverjalandi í Þjóðadeildinni í gær en dómurinn þótti afar umdeildur.

Reece James kom inná sem varamaður fyrir Trent Alexander-Arnold á 62. mínútu og nokkrum mínútum síðar braut bakvörðurinn á Zsolt Nagy.

James náði fyrst til boltans áður en hann fór með hendurnar á Nagy og féll ungverski landsliðsmaðurinn í grasið.

Ensku leikmennirnir mótmæltu harðlega. Atvikið var skoðað í VAR og vítaspyrnan staðfest áður en Dominik Szoboszlai skoraði sigurmark leiksins.

Hér fyrir neðan má sjá atvikið og dæmi nú hver fyrir sig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner