Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 05. júní 2022 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Njósnarar Man Utd heilluðust af sínum eigin leikmanni
Andreas Pereira.
Andreas Pereira.
Mynd: Getty Images
Manchester United er að skoða leikmenn víða um heim til þess að styrkja leikmannahópinn fyrir komandi keppnistímabil.

Njósnarar félagsins í Brasilíu fóru á leik á dögunum þar sem ætluðu sér að fylgjast með Joao Gomes, 21 árs gömlu miðjumanni hjá Flamengo.

En samkvæmt ESPN, þá heilluðust njósnararnir frekar af frammistöðu annars leikmanns í liði Flamengo.

Það vill svo skemmtilega til að sá leikmaður er einmitt leikmaður Manchester United: Andreas Pereira.

Pereira er búinn að vera á láni hjá Flamengo síðastliðið ár og leikið vel. Hann heillaði njósnara Man Utd mikið á þeim leik sem þeir voru á. Í síðasta leik Flamengo skoraði hinn 26 ára gamli Pereira eitt mark og lagði upp hitt í 2-1 sigri á Fluminense.

Pereira er núna mættur aftur til Man Utd eftir lánssamninginn í Brasilíu og gæti fengið tækifæri hjá nýjum stjóra félagsins, Erik ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner