sun 05. júní 2022 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ólýsanleg tilfinning að skora á Parken - „Maður fer í einhvern annan heim"
Mynd: Getty Images

Ísak Bergmann Jóhannesson tók út leikbann gegn Ísrael í síðustu viku en það má búast við því að hann komi inn í liðið gegn Albaníu á morgun.


Fótbolti.net spjallaði við Ísak í gær en hann varð danskur meistari með FC Kaupmannahöfn á dögunum. Hann var mikið inn og út úr liðinu en kom sterkur inn í lokin á tímabilinu.

„Það var mikið mótlæti en ef maður hefði verið að væla og vorkenna sjálfum sér og ekki æft vel þá hefði maður ekki komið inn í þetta í lokin. Ég og Hákon komum vel inn í þetta í lokin og klárum þetta fyrir FCK. Að gera þetta með besta vini sínum er alveg ótrúlegt."

Stuðningsmenn FCK eru frábærir en það er oftar en ekki mikil stemning á Parken, heimavelli FCK. Hvernig er að spila, hvað þá skora á þessum velli?

„Það er eitthvað sem maður getur ekki útskýrt. Að skora á Parken, maður fer bara í einhvern annan heim. Þeir eru að syngja nánast allan leikinn þó við séum drullulélegir, þetta eru bestu stuðningsmennirnir í danska boltanum þannig þetta er í rauninni alveg ótrúlegt," sagði Ísak.


Ísak Bergmann: Hann er pabbi upp á hóteli en þjálfari á æfingasvæðinu
Athugasemdir
banner
banner
banner