Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 05. júní 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Southgate: Jafntefli hefði verið sanngjarnt
Gareth Southgate
Gareth Southgate
Mynd: EPA
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, var vonsvikinn með 1-0 tapið gegn Ungverjalandi í Þjóðadeildinni í gær en vildi þó ekki kenna leikmönnum sérstaklega um enda að mæta í þessa leiki eftir langt tímabil.

Enska liðið var ekki beint að skapa sér urmul af færum. Ungverska vörnin var vel skipulögð og kom eina mark leiksins úr umdeildri vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleikinn í annars frekar lokuðum leik.

Southgate segir að það sé erfitt að kyngja þessu tapi en sá einnig ummerki um þreytu í liðinu.

„Við verðum að sætta okkur við það að við gerðum ekki nóg til að vinna þennan leik. Jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit en við sköpuðum okkur ekki mörg opin færi og úrslitin ráðast á ákvörðun sem var kannski of hörð en sem hefði hvort sem er ekki verið breytt."

„Þetta var langt tímabil og hitinn spilaði inn í. Það tók mikið úr leikmönnunum og við reyndum að fá ferskar lappir inn fyrr en við erum vanir að gera. Ég verð svo að skoða það hvort ég hafi tekið réttar ákvarðanir með liðsvalið."

„Ég vil ekki vera of harður við þá. Þetta eru leikir sem við þurfum að læra af. Þeir eru mjög svo vonsviknir því við vildum halda áfram að vinna leiki og ef við viljum vera á toppnum þá þurfum við að koma hingað og vinna,"
sagði Southgate.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner