banner
   sun 05. júní 2022 21:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stærsta spurningamerkið er Guðný
Hópurinn fyrir EM tilkynntur 10. júní
Icelandair
Guðný Árnadóttir.
Guðný Árnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna á föstudaginn verður hópurinn fyrir Evrópumótið tilkynntur. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, segist í samtali við Stöð 2 Sport vera búinn að velja hópinn.

Hann og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, settust niður með fyrrum landsliðsþjálfaranum, Helenu Ólafsdóttur.

Þorsteinn greindi þar frá því að stærsta spurningamerkið fyrir mótið væri hvort Guðný Árnadóttir, leikmaður AC Milan, geti tekið þátt vegna meiðsla.

„Í dag er ég tilbúinn með hóp sem ég er búinn að mynda mér skoðun á. Svo erum við með varnagla hér og þar," sagði Þorsteinn.

„Ástandið á leikmannahópnum er nokkuð gott. Það er einn leikmaður sem er er spurning með, það er Guðný Árna. Hún er meidd og er mjög tæp upp á að vera klár. Hún er stærsta spurningamerkið, aðrar eru heilar eins og staðan er í dag."

Guðný hefur leikið stórt hlutverk frá því Þorsteinn tók við og spilað flesta leiki í hægri bakverði.

Sjá einnig:
Hvað hugsar Katrín Ásbjörns ef Elín Metta verður í hóp en ekki hún?


Athugasemdir
banner
banner