Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 05. júní 2022 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðadeildin: Ronaldo og Haaland báðir með tvennu
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo gerði tvö mörk fyrir Portúgal þegar liðið vann mjög sannfærandi sigur gegn Sviss í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld.

Ronaldo byrjaði óvænt á varamannbekknum gegn Spánverjum í síðustu viku en hann kom inn í liðið í kvöld og skoraði tvennu í 4-0 sigri.

Ronaldo er núna búinn að skora 117 landsliðsmörk fyrir Portúgal, magnaður leikmaður.

Spánn náði að bjarga stigi ytra gegn Tékklandi með marki í uppbótartíma. Inigo Martinez jafnaði metin í uppbótartímanum. Portúgal og Tékkland eru með fjögur stig eftir tvo leiki, Spánn er með tvö stig og Sviss er án stiga.

Í B-deild stóð það upp úr að Noregur vann 2-1 sigur gegn Svíþjóð þar sem Erling Braut Haaland gerði bæði mörk Norðmanna. Anthony Elanga, leikmaður Manchester United, klóraði í bakkann fyrir Svía, lokatölur 2-1.

Noregur er með fullt hús stiga eftir tvo leiki og er Svíþjóð með þrjú stig, rétt eins og Serbía sem er einnig í þessum riðli. Serbía lagði Slóveníu að velli í kvöld.

Þá var einnig leikið í C-deild og D-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld en öll úrslitin má sjá hér fyrir neðan.

A-deild
Tékkland 2 - 2 Spánn
1-0 Jakub Pesek ('4 )
1-1 Gavi ('45 )
2-1 Jan Kuchta ('66 )
2-2 Inigo Martinez ('90 )

Portúgal 4 - 0 Sviss
1-0 William Carvalho ('15 )
2-0 Cristiano Ronaldo ('35 )
3-0 Cristiano Ronaldo ('39 )
4-0 Joao Cancelo ('68 )

B-deild
Serbía 4 - 1 Slóvenía
1-0 Aleksandar Mitrovic ('24 )
1-1 Petar Stojanovic ('30 )
2-1 Sergej Milinkovic-Savic ('56 )
3-1 Luka Jovic ('85 )
4-1 Nemanja Radonjic ('90 )

Svíþjóð 1 - 2 Noregur
0-1 Erling Haland ('20 , víti)
0-2 Erling Haland ('69 )
1-2 Anthony Elanga ('90 )

C-deild
Kýpur 0 - 0 Norður-Írland

Gíbraltar 0 - 2 Norður-Makedónía
0-1 Enis Bardi ('21 )
0-2 Boban Nikolov ('84 )

Kosóvó 0 - 1 Grikkland
0-1 Anastasios Bakasetas ('36 )
Rautt spjald: Fidan Aliti, Kosóvó ('72), Arijanet Muric, Kosóvó ('90)

Búlgaría 2 - 5 Georgía
0-1 Zuriko Davitashvili ('4 )
0-2 Andrea Hristov ('31 , sjálfsmark)
1-2 Atanas Iliev ('50 )
1-3 Budu Zivzivadze ('52 )
1-4 Khvicha Kvaratskhelia ('58 , víti)
1-5 Valeri Qazaishvili ('69 )
2-5 Iliyan Stefanov ('83 )

D-deild
San Marínó 0 - 2 Malta
0-1 Jan Busuttil ('59 )
0-2 Matthew Guillaumier ('75 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner