Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. júní 2022 19:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvö „draugamörk" á einni viku
Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Guðrún Arnardóttir skoraði með skalla þegar Rosengård vann 4-3 sigur gegn Linköping í toppbaráttuslag í Svíþjóð á föstudag.

Undir lok leiksins skoraði Linköping mark sem hefur verið lýst sem „draugamarki," í sænskum fjölmiðlum.

Amalie Vansgaard átti skot sem fór í báðar stangirnar og inn fyrir marklínuna að mati dómarans. En á myndbandi er erfitt að sjá að boltinn fari nokkurn tímann allur yfir línuna.

„Dómarinn segir að boltinn sé inni og þá er hann inni. Sem betur fer réði þetta ekki úrslitum," sagði Guðrún við Aftonbladet að leik loknum.

Hægt er að sjá mörkin úr leiknum með því að smella hérna.

Þetta er ekki eina „draugamarkið," sem hefur verið skorað í sænska boltanum upp á síðkastið. Svipað mark réði nefnilega úrslitum þegar Guðrún og stöllur hennar urðu bikarmeistarar á dögunum.

Rosengård er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar í Svíþjóð eftir sigurinn á Linköping.
Athugasemdir
banner
banner
banner