Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 05. júní 2022 18:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni HM: Wales til Katar en Úkraína situr eftir
Bale og félagar fara til Katar.
Bale og félagar fara til Katar.
Mynd: EPA
Wales 1 - 0 Úkraína
1-0 Andriy Yarmolenko ('34 , sjálfsmark)

Wales verður á meðal þáttökuþjóða á HM í Katar á næsta ári eftir sigur gegn Úkraínu í umspilinu.

Á 33. mínútu tók Gareth Bale aukaspyrnu sem Andriy Yarmolenko, leikmaður Úkraínu, skallaði boltann í eigið mark. Afskaplega óheppilegt.

Staðan var 1-0 í hálfleik, en Úkraínumenn voru ósáttir við að fá ekki vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum.

Gestirnir í Úkraínu voru heilt yfir sterkari í leiknum og áttu 20 marktilraunir í leiknum en engin þeirra rataði í markið og lokatölur 1-0 fyrir Wales.

Það er því hægt að segja að Bale muni fullkomna ferilskrá sína í fótboltanum næsta vetur. Hann er búinn að afreka margt og mikið á sínum glæsta ferli en hann er á leið á HM í fyrsta sinn með þjóð sinni. Hann er búinn að fara tvisvar á Evrópumót en er núna á leið á heimsmeistaramótið í fyrsta sinn.

Þetta er aftur á móti gríðarlega sorglegt fyrir Úkraínu, þjóð sem hefur gengið í gegnum miklar skelfingar á þessu ári vegna innrás Rússa inn í þeirra land. Úkraínumenn mega vera stoltir af sinni frammistöðu og sinni framgöngu en þeir verða ekki með á HM í Katar.

Þessi lið verða fulltrúar Evrópu á HM
Þar með er það alveg ljóst hvaða lið verða fulltrúar Evrópu á HM næsta vetur.

Það eru: Serbía, Portúgal, Spánn, Sviss, Frakkland, Belgía, Danmörk, Wales, Holland, Króatía, Pólland, Þýskaland og England.
Athugasemdir
banner
banner