sun 05. júní 2022 16:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Veit að flestir vilja sjá Úkraínu á HM
Mynd: EPA

Wales og Úkraína eigast nú við í umspili um sæti á HM í Katar. Staðan er markalaus eftir hálftíma leik.


Leikurinn átti upphaflega að fara fram í mars en var frestað vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Robert Page þjálfari Wales sagði að „flestir í heiminum vilji sjá Úkraínu komast á HM."

„Ef ég gæti smellt fingri og tekið sársaukann í burtu sem Úkraína er að ganga í gegnum myndi ég gera það um leið. Þegar um er að ræða fótbolta og leikurinn byrjar munum við vilja vinna leikinn," sagði Page.

Það er langt síðan Wales spilaði á HM síðast. Liðið spilaði síðast á HM 1958 í Svíþjóð.

„Við erum í góðri stöðu, 1958, það er langur tími. Svona tækifæri gefst ekki á hverjum degi," sagði Page.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner