Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 05. júní 2022 12:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Weghorst hugsar um landsliðssæti og vill fara frá Burnley
Mynd: Getty Images

Wout Weghorst sóknarmaður Burnley og hollenska landsliðsins segist vilja yfirgefa enska félagið í sumar.


Weghorst gekk til liðs við Burnley í janúar frá Wolfsburg en hann skoraði 2 mörk í 20 leikjum fyrir enska félagið sem féll úr úrvalsdeildinni.

„Það var klárt samkomulag milli mín og félagsins að ég myndi ekki spila í Championship deildinni. F'éagið vill halda mér og mun gera hvað sem er til að komast í úrvalsdeildina sem fyrst,"

Weghorst vill spila í sterkari deild til að eiga möguleika á að vera í hollenska landsliðshópnum á HM í Katar. 

Hann hefur verið orðaður við Fenerbache og Besiktas frá Tyrklandi, PSV í Hollandi og Club Brugge í Belgíu.

„Þú skalt ekki trúa öllu sem stendur á netinu. Það er áhugi frá Þýskalandi, Englandi og Tyrklandi," sagði Weghorst sem gæti farið á láni frá Burnley í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner