Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
West Ham að ganga frá fyrstu kaupum sumarsins
Nayef Aguerd
Nayef Aguerd
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham United er í viðræðum við franska félagið Rennes um marokkóska landsliðsmanninn Nayef Aguerd en þetta kemur fram í L'Equipe.

Aguerd er 26 ára gamall varnarmaður og kom til Rennes frá Dijon fyrir 5 milljónir evra fyrir tveimur árum.

West Ham er að leitast eftir því að styrkja vörnina frekar en liðið var í miklu basli á síðustu leiktíð í miðri vörn.

Craig Dawson var um tíma eini miðvörðurinn sem var heill en þeir Kurt Zouma og Issa Diop misstu af leikjum vegna meiðsla.

Samkvæmt L'Equipe er West Ham í viðræðum við Rennes um Aguerd og eru þær viðræður komnar langt á veg.

Talið er að West Ham sé reiðubúið að greiða 35 milljónir evra fyrir leikmanninn sem er í verkefni með landsliði Marokkó sem stendur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner