Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 05. júlí 2013 10:15
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Suarez fær þrjár vikur til að ákveða sig
Powerade
Luis Suarez er á sínum stað í slúðurpakkanum í dag.
Luis Suarez er á sínum stað í slúðurpakkanum í dag.
Mynd: Getty Images
Demba Ba er orðaður við Anzhi.
Demba Ba er orðaður við Anzhi.
Mynd: Getty Images
Hér að neðan má sjá helsta slúðrið úr enska boltanum í dag.



Mauricio Pochettino, stjóri Southampton, hefur staðfest áhuga sinn á Leandro Damiao framherja Internacional. (Daily Mail)

Demba Ba framherji Chelsea gæti verið á leið til Anzhi Makhachkala og þá er John Obi Mikel einnig á förum. (The Times)

Arsenal er að ganga frá kaupum á Gonzalo Higuain framherja Real Madrid en hann verður dýrasti og launahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. (Daily Telegraph)

Manchester City er tilbúið að hlusta á tilboð í hægri bakvörðinn Maicon. (Daily Mail)

Pepe, varnarmaður Real Madrid, er efstur á óskalistanum hjá Manuel Pellegrini stjóra Manchester City. (The Independent)

David Moyes mun halda sinn fyrsta fréttamannafund hjá Manchester United í dag en þar mun hann tilkynna að Wayne Rooney verði áfram hjá félaginu. (Daily Express)

West Ham og Cardiff vilja bæði fá Javier Saviola sem er án félags í augnablikinu. (Daily Star)

Newcastle ætlar að hætta við að fá Arouna Kone frá Wigan. (Newcastle Chronicle)

Carlton Cole hefur átt í viðræðum við Crystal Palace en hann yfirgaf West Ham á dögunum. (Croydon Advertiser)

Chelsea og Tottenham eru að fylgjast með gangi mála hjá Hulk en hann gæti verið á förum frá Zenit St. Pétursborg. (Daily Express)

Crystal Palace á einnig í viðræðum um kaup á varnarmanninum Umaru Bangura frá Haugesund í Noregi. (London Evening Standard)

Hull hefur gert lokatilboð í Charlie Austin framherja Burnley en það hljóðar upp á fjórar milljónir punda. (Hull Daily Mail)

Liverpool hefur sagt Luis Suarez að hann hafi þrjár vikur til að ákveða framtíð sína. (Daily Mirror)

Chelsea vonast til að Marco van Ginkel muni fylla skarð Frank Lampard í framtíðinni. (Daily Mirror)

Sir Alex Ferguson ætlar ekki að mæta á fyrstu leiki Manchester United undir stjórn David Moyes til að minnka pressuna á honum. (The Guardian)
Athugasemdir
banner
banner
banner