Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 05. júlí 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Neymar búinn að liggja í 14 mínútur í grasinu á HM
Neymar liggur í leiknum gegn Mexíkó.
Neymar liggur í leiknum gegn Mexíkó.
Mynd: Getty Images
Svissnesk sjónvarpsstöð hefur reiknað út að brasilíski leikmaðurinn Neymar hafi samanlagt legið á grasinu í tæplega fjórtán mínútur í leikjum á HM í Rússlandi.

Margir hafa gagnrýnt Neymar fyrir að ýkja meiðsli eftir tæklingar en hann hefur legið mikið í grasinu.

Brasilía hefur spilað fjóra leiki á mótinu og samkvæmt útreikningum svissnesku sjónvarpsstöðvarinnar hefur Neymar legið í 13 mínútur og 50 sekúndur.

Fyrrum brasilíski landsliðsmaðurinn Ronaldo hefur komið landa sínum til varnar.

„Ef fólk myndi sparka ítrekað í mig þá myndi ég telja það vera ósanngjarnt. Þessi gagnrýni er bara kjaftæði. Sjónvarpsstöðvar og dagblöð vilja bara fylla upp í dagskrána," sagði Ronaldo.
Athugasemdir
banner
banner