Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 05. júlí 2018 10:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Rebic ákveður framtíð sína eftir HM - Bayern áhugasamt
Rebic fagnar einu marka sinna á HM.
Rebic fagnar einu marka sinna á HM.
Mynd: Getty Images
Orðrómar hafa verið á kreiki um að Ante Rebic muni fylgja fyrrum þjálfara sínum hjá Eintracht Frankfurt til Bayern München.

Rebic er samningsbundinn Eintracht Frankfurt og er þessa stundina á heimsmeistaramótinu með Króatíu.

Talið er að Niko Kovac, fyrrverandi þjálfari leikmannsins hjá Frankfurt sé afar áhugasamur um að fá leikmanninn til liðs við sig.

Kovac tók formlega til starfa hjá Bayern á mánudaginn þar sem hann tók við af Jupp Heynckes. Kovac hefur verið orðaður við fjöldann allan af fyrrum leikmönnum sínum en Rebic er sagður efstur á þeim lista.

Rebic skoraði tvisvar fyrir félagið er það sigraði Bayern München í úrslitum þýska bikarsins á síðasta tímabili. Um orðrómana hafi leikmaðurinn þetta að segja.

Ég hef unnið með honum í mörg ár. Hann naut mikillar velgengni hjá Franfkurt. Hann á sæti sitt hjá Bayern skilið. Ég er leikmaður Eintracht og ég er aðeins að einbeita mér að HM þessa stundina. Eftir mótið getum við talað um framtíð mína,” sagði Rebic.

Króatía mætir Rússum í 8-liða úrslitum í Sochi á laugardaginn eftir að hafa sigrað Danmörku í vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitunum. Líklegt verður að teljast að Rebic verði í eldlínunni í þeim leik en hann hefur spilað vel á mótinu hingað til.
Athugasemdir
banner
banner
banner