Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 05. júlí 2018 10:49
Elvar Geir Magnússon
Þessir verða í banni í undanúrslitum ef þeir fá gult í 8-liða
Pogba er á hættusvæði fyrir undanúrslitin.
Pogba er á hættusvæði fyrir undanúrslitin.
Mynd: Getty Images
Króatinn Ivan Rakitic.
Króatinn Ivan Rakitic.
Mynd: Getty Images
Það getur verið sárt að horfa á leikmann fá gula spjaldið sem verður til þess að hann missi af gríðarlega mikilvægum leik í kjölfarið. FIFA hefur þá reglu að eftir 8-liða úrslit HM þurrkast út gul spjöld svo gult spjald í undanúrslitum getur ekki hindrað menn í að spila í úrslitaleiknum.

Það eru þó ýmsir leikmenn sem í hættu að vera í leikbanni í undanúrslitunum og það gæti spilað stórt hlutverk í 8-liða úrslitunum og á næstu stigum.

8-liða úrslitin fara af stað á morgun föstudag en þá mætast Frakkland og Úrúgvæ (14) og Belgía leikur gegn Brasilíu (18). Daginn eftir leika Svíar og Englendingar (14) og Króatar mæta gestgjöfum Rússa (18).

Verða í banni í 8-liða úrslitum:
Blaise Matuidi (Frakkland), Mikael Lustig (Svíþjóð), Casemiro (Brasilía)

Verða í banni í undanúrslitum ef þeir fá gult í 8-liða úrslitum:

Frakkland:
Olivier Giroud, Benjamin Pavard, Corentin Tolisso, Paul Pogba

Úrúgvæ:
Rodrigo Bentancur

Brasilía:
Philippe Coutinho, Neymar, Filipe Luis

Belgía:
Thomas Meunier, Jan Vertonghen, Youri Tielemans, Kevin De Bruyne, Leander Dendoncker

Svíþjóð:
Albin Ekdal, Viktor Claesson

England:
Kyle Walker, Ruben Loftus-Cheek, Jesse Lingard, Jordan Henderson

Rússland:
Aleksandr Golovin, Roman Zobnin, Yury Gazinsky, Ilya Kutepov, Fyodor Smolov

Króatía:
Sime Vrsaljko, Marcelo Brozovic, Vedran Corluka, Ivan Rakitic, Ante Rebic, Mario Mandzukic, Tin Jedvaj, Marko Pjaca
Athugasemdir
banner
banner
banner