Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 05. júlí 2018 07:00
Elvar Geir Magnússon
Torreira að fara í gjörbreytt umhverfi hjá Arsenal
Torreira er með Úrúgvæ á HM en liðið mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum á morgun, föstudag.
Torreira er með Úrúgvæ á HM en liðið mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum á morgun, föstudag.
Mynd: Getty Images
Allt bendir til þess að Arsenal fái góðan liðsstyrk eftir HM þegar úrúgvæski miðjumaðurinn Lucas Torreira skrifar undir samning við félagið. Torreira ku hafa gert munnlegt samkomulag við Arsenal.

Sjá einnig:
Unai Emery skellti leikmönnum Arsenal beint í píptest

Torreira er 22 ára og talið að Arsenal muni borga Sampdoria um 26 milljónir punda fyrir leikmanninn sem lék feykilega vel á síðasta tímabili í ítölsku A-deildinni.

Mörgum leikmönnum frá Suður-Ameríku hefur mistekist að fóta sig í ensku úrvalsdeildinni og Ricardo Torreira, pabbi leikmannsins, segir að menn séu búnir undir allt annað umhverfi.

Pabbinn segir í viðtali við úrúgvæska útvarpsstöð að fólk í kringum leikmanninn, þar á meðal hann sjálfur, muni gera allt sem það getur til að hjálpa honum að aðlagast.

„Hann mun fá mikinn stuðning og félagsskap. Hann verður ekki einn. Það er stórt tækifæri að fara til Englands og við viljum ekki hugsa of mikið um það núna því það er ógnvekjandi," segir pabbinn.

„Það er erfitt að ná tungumálinu, aðlagast menningunni og hefðum í London án þess að tapa okkar. En það er prógramm tilbúið fyrir Lucas."
Athugasemdir
banner
banner
banner