Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. júlí 2020 15:30
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo jafnaði 59 ára gamalt met
Cristiano Ronaldo er kominn með 25 mörk í 26 deildarleikjum
Cristiano Ronaldo er kominn með 25 mörk í 26 deildarleikjum
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo er fyrsti leikmaður Juventus frá árinu 1961 til að skora 25 mörk eða meira á einu tímabili á Ítalíu.

Ronaldo, sem er 35 ára gamall, skoraði fyrsta aukaspyrnumark sitt fyrir Juventus í 4-1 sigri á nágrönnum þeirra í Torino í gær.

Juventus færist nær titlinum en Ronaldo er með 25 mörk í 26 leikjum í deildinni og er fyrsti leikmaður félagsins í 60 ár sem nær þessum áfanga.

Omar Sivori skoraði 25 mörk tímabilið 1960-1961 en það var ekki fyrr en í gær sem Ronaldo tókst að jafna það.

Ronaldo er með 57 mörk í 81 leik á tveimur tímabilum með Juventus og getur enn bætt við.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner