Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 05. júlí 2021 20:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrsti deildarleikur Elmars í sautján ár fyrir KR
Gegn Blikum í Bose-mótinu 2018.
Gegn Blikum í Bose-mótinu 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Theódór Elmar Bjarnason kom inn í byrjunarlið KR fyrir Kennie Chopart sem meiddist í upphitun.

Elmar tók stöðu Kennie og spilar í hægri bakverði. Það er skammt eftir af fyrri hálfleik þegar þetta er skrifað og staðan 1-1. Kjartan Henry Finnbogason skoraði fyrir KR á 40. mínútu en Elfar Árni Aðalsteinsson jafnaði á 42. mínútu.

KR-ingar leika manni færri en Kristján Flóki Finnbogason fékk að líta rauða spjaldið á 22. mínútu.

Þetta er fyrsti deildarleikur Elmars fyrir KR síðan hann lék gegn Fylki þann 19. september árið 2004. Hann fór svo skömmu síðar til Celtic í Skotlandi og hóf atvinnumannaferil sem tók enda nú í júlí.

Elmar lék síðast með KR í Bose-mótinu í desember 2018 en það telst ekki sem keppnisleikur.

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum!
Athugasemdir
banner
banner