Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 05. júlí 2021 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ings vill ekki skrifa undir - Frjáls ferða sinna næsta sumar
Ings er lykilmaður fyrir Southampton.
Ings er lykilmaður fyrir Southampton.
Mynd: Getty Images
Danny Ings hefur hafnað samningstilboði frá enska úrvalsdeildarfélaginu Southampton.

Honum var boðið að gera nýjan fjögurra ára samning en ákvað að hafna því.

Hinn 28 ára gamli Ings verður samningslaus næsta sumar.

Fyrr á þessu ári sagði Sky Sports frá því að Manchester City hefði áhuga að fá Ings sem arftaka Sergio Aguero hjá félaginu. Ings hefur einnig vakið áhuga frá Manchester United.

Simon Stone, blaðamaður BBC, segir að Ings sé tilbúinn að vera áfram í Southampton þó hann vilji ekki skrifa undir nýjan samning. Stefna hans sé að prófa sig áfram með sterkara liði.

Ings skoraði 14 mörk fyrir Southampton á síðustu leiktíð en hann var mikið frá meiddur.


Athugasemdir
banner
banner