mán 05. júlí 2021 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KA tapað þremur af fjórum á Dalvíkurvelli - „Held að það sé ekkert með völlinn að gera"
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA hefur nú leikið fjóra heimaleiki á Dalvíkurvelli í sumar en stigasöfnunin hefur ekki verið eins og KA-menn hefðu viljað.

Greifavöllur á Akureyri, heimavöllur KA, hefur verið lengi að taka við sér en það hlýtur að styttast í að KA menn byrji að spila heimaleiki sína þar. Dalvíkurvöllur hefur verið heimavöllur liðsins á meðan Greifavöllur er að ná sér.

Þar hefur KA unnið Leikni en tapað svo gegn Víkingi, Val og nú KA í kvöld. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var spurður út í vallarmálin í viðtali í dag.

Lestu um leikinn: KA 1 - 2 KR

Þrjú töp í fjórum leikjum, viljiði ekki fara komast á Greifavöllinn?

„Ef þú talar um það þannig þá er það náttúrulega ekki nógu gott, það er alveg klárt. Greifavöllur hefur gefið okkur helling af stigum. En þetta er geggjaður völlur, held við höfum fengið skemmtilegan leik, nóg af færum en þetta snýst um að safna stigum," sagði Arnar.

„Ég held að það sé ekkert með völlinn að gera, við vorum mestu klaufarnir - verstir við okkur sjálfa. Það er það sem er að kosta okkur. Við erum ekki að nýta þau færi sem við erum að fá og það er bara dýrt," bætti Arnar við. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.

Næsti heimaleikur KA er gegn HK þann 18. júlí. Mögulega fer sá leikur fram á Greifavellinum,

Sjá einnig:
Arnar: Ef þú kemur ekki boltanum í netið þá telur það ekki
Arnar: Ef þú kemur ekki boltanum í netið þá telur það ekki
Athugasemdir
banner
banner
banner