Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 05. júlí 2021 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kallaður „Shawberto" af liðsfélögunum
Shaw hefur verið flottur á EM.
Shaw hefur verið flottur á EM.
Mynd: EPA
Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United, hefur verið stórgóður á Evrópumótinu til þessa.

Hann átti stórleik í átta-liða úrslitunum gegn Úkraínu er England vann 4-0 sigur. Daily Mail valdi hann sem besta mann vallarins.

„Er að vaxa í ensku landsliðstreyjunni. Aftur var hann stórkostlegur í kvöld. Var sterkur í vörninni og hjálpaði líka sóknarlega. Tvær frábærar stoðsendingar," sagði í umsögn um Shaw sem fékk níu í einkunn.

Á samfélagsmiðlum hefur Shaw verið líkt við Roberto Carlos, fyrrum bakvörð Brasilíu, en liðsfélagar hans í enska landsliðinu hafa tekið þátt í gríninu.

Það var birt klippa á reikning enska landsliðsins þar sem sjá má leikmenn liðsins ganga á æfingu. Þar sjást bæði Harry Kane og Declan Rice líkja Shaw við sjálfan Roberto Carlos.

Hér að neðan má sjá klippuna.


Athugasemdir
banner
banner