Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   mán 05. júlí 2021 22:14
Alexander Freyr Tamimi
Kári: Ekki hagnaður að ég sé með boltann á vinstri inni í teig
Kári og félagar tóku stigin þrjú í kvöld.
Kári og félagar tóku stigin þrjú í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, varnarmaður og fyrirliði Víkings, var að vonum ánægður með hádramatískan 1-0 sigur sinna manna gegn ÍA í Pepsi Max deildinni í kvöld, þar sem Nikolaj Hansen skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Með sigrinum er Víkingsliðið komið með 22 stig, fimm stigum frá toppliði Vals með leik til góða - semsagt enn í bullandi titilbaráttu þrátt fyrir einungis einn sigur úr síðustu fimm leikjum á undan.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 ÍA

„Menn voru kannski búnir að sætta sig við jafntefli þannig það er ákveðinn léttir að hafa klárað þetta í lokin, en við sköpuðum alveg nóg af tækifærum til að vinna þetta á skikkanlegri tíma," sagði Kári við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Ég held að það sé svolítið „understatement" að við höfum verið sterkari aðilinn, en að sama skapi vörðust þeir vel, sérstaklega í seinni hálfleik. Við náðum að opna þá margoft í fyrri hálfleik og sköpuðum færi þótt krossarnir hafi ekki verið góðir. Þeir voru þéttari í seinni hálfleik og leyfðu okkur að krossa boltann, hálfssvæðin voru ekki til staðar. Engu að síðar komum við með 20-30 krossa og við hljótum að geta skorað eitt, og það var niðurstaðan að lokum."

„Ég var aðallega svekktur að við kláruðum ekki hlaupin nógu vel inn í teig, fram fyrir nærstöngina og að fylla svæðin. Þetta var erfiður dagur fyrir framan markið en þetta hafðist á endanum."


Kári var frammi þegar Víkingar fengu dæmt víti í restina og telur að um réttan dóm hafi verið að ræða þrátt fyrir mótbárur Skagamanna.

„Þetta er bara klassískt. Hann reynir að hreinsa og er „blindside-aður". Ég hef séð 100 svona víti þar sem senterinn kemur sér fram fyrir rétt áður en hann nær að hreinsa boltann og sparkar í hann eða togar í hann," sagði Kári.

„Ég held að það hafi verið spilaður hagnaður, en ég var með boltann á vinstri og það er kannski ekki voða mikill hagnaður inni í teig. Hann dæmdi þetta á endanum og við náðum sigrinum."

Viðtalið við Kára má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner