Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. júlí 2021 19:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristján Flóki fékk tvö gul á hálfri mínútu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar munu leika síðustu sjötíu mínúturnar gegn KA einum færri.

KR-ingurinn Kristján Flóki Finnbogason fékk að líta sitt annað gula spjald á 22. mínútu fyrir brot á Sveini Margeiri Haukssyni sem er leikmaður KA.

Sveinn Margeir var að taka við skoppandi bolta eftir innkast, Flóki reyndi við boltann en virtist fara í Svein.

Dómari leiksins, Ívar Orri Kristjánsson, var nýbúinn að færa Flóka til bókar fyrir tuð en Flóki vildi fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar hann féll inn á vítateig KA í sókninni á undan. Flóki vildi fá vítaspyrnu þegar hann féll eftir návígi við Rodri.

20:35 voru á leikklukkunni þegar Flóki fékk fyrra spjaldið og 21:05 þegar Ívar Orri lyfti seinna spjaldinu.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var alls ekki ánægður með að sinn maður hafi fengið rautt spjald og uppskar gult spjald fyrir mótmæli.

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner