Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 05. júlí 2021 21:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjudeildin: Átján mörk í þremur leikjum - Dramatík í Grindavík og Fram lagði Kórdrengi
Lengjudeildin
Albert Hafsteins skoraði þrennu
Albert Hafsteins skoraði þrennu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Símon Logi jafnaði fyrir Grindavík
Símon Logi jafnaði fyrir Grindavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þremur leikjum er nýlokið í Lengjudeildinni en tíunda umferð deildarinnar lauk í kvöld. Grótta lagði Víking Ólafsvík í fimm marka leik, Fram lagði Kórdrengi í sjö marka leik og Grindavík og Afturelding gerðu jafntefli í sex marka leik, alvöru markaveisla!

Albert Hafsteinsson skoraði þrennu fyrir Fram og sýnir að hann er einn allrabesti leikmaður deildarinnar. Þriðja markið skoraði hann á 67. mínútu og kom þá Fram í 4-3. Það reyndist sigurmarkið í leiknum og er Fram með 28 stig í efsta sæti deildarinnar. Leikurinn var frábær skemmtun.

„Framarar halda áfram að vera taplausir en Kórdrengir geta verið hundsvekktir með þessa niðurstöðu. Ótrúlegum leik lokið hér í Safamýrinni," skrifaði Arnar Daði Arnarsson í textalýsingu sína þegar leik lauk.

Grótta vann 3-2 heimasigur gegn Víkingi Ólafsvík í fyrsta leik Guðjóns Þórðarsonar sem þjálfara Víkings. Grótta komst í 3-1 í leiknum en Guðfinnur Þór Leósson minnkaði muninn í uppbótartíma. Pétur Theódór skoraði þrennu í leiknum fyrir Gróttu og var það hans þriðja þrenna í sumar. Sigurinn var ansi mikilvægur fyrir Gróttu sem var mætt í fallbaráttuna eftir erfitt gengi að undanförnu. Grótta er nú með ellefu stig í níunda sæti en Ólsarar eru áfram með eitt stig í botnsætinu.

Í Grindavík komst Afturelding yfir, svo Grindavík en aftur náði Afturelding forystunni þegar Anton Logi Lúðvíksson skoraði á 77. mínútu og kom gestunum í 2-3.

Símon Logi Thasaphong náði að jafna leikinn með marki á 90. mínútu og skildu liðin jöfn 3-3.

„Jafntefli niðurstaðan í sveiflukenndum en gríðarlega skemmtilegum leik," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í textalýsinguna að leik loknum.

Grindavík er í þriðja sæti deidlarinnar með átján stig, Kórdrengir eru í 4. sætinu og Afturelding er í 7. sæti.

Úrslit úr fyrri leikjum kvöldsins:
Felix tryggði ÍBV fimmta sigurinn í röð - Jafnt á Selfossi

Grótta 3 - 2 Víkingur Ó.
1-0 Pétur Theódór Árnason ('33 )
2-0 Pétur Theódór Árnason ('39 )
2-1 Anel Crnac ('50 )
3-1 Pétur Theódór Árnason ('57 )
3-2 Guðfinnur Þór Leósson ('94 )
Lestu um leikinn

Fram 4 - 3 Kórdrengir
1-0 Albert Hafsteinsson ('7 )
1-1 Aron Þórður Albertsson ('21 , sjálfsmark)
2-1 Albert Hafsteinsson ('35 )
2-2 Connor Mark Simpson ('43 )
2-3 Leonard Sigurðsson ('52 )
3-3 Alex Freyr Elísson ('57 )
4-3 Albert Hafsteinsson ('67 )
Rautt spjald: Davíð Þór Ásbjörnsson, Kórdrengir ('55)
Lestu um leikinn

Grindavík 3 - 3 Afturelding
0-1 Arnór Gauti Ragnarsson ('13 )
1-1 Sigurður Bjartur Hallsson ('29 )
2-1 Sigurður Bjartur Hallsson ('51 )
2-2 Pedro Vazquez Vinas ('74 , víti)
2-3 Anton Logi Lúðvíksson ('77 )
3-3 Símon Logi Thasaphong ('90 )
Lestu um leikinn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner