Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. júlí 2021 20:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjudeildin: Felix tryggði ÍBV fimmta sigurinn í röð - Jafnt á Selfossi
Lengjudeildin
Felix Örn.
Felix Örn.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Það er tveimur leikjum lokið af fimm leikjum kvöldsins í 10. umferð Lengjudeildar karla. ÍBV vann 0-1 útisigur gegn Þrótti og Selfoss og Þór skildu jöfn á Selfossi.

Þróttarar fengu vítaspyrnu snemma leiks en Halldór Páll varði frá Kairo. Það var Felix Örn Friðriksson sem tryggði ÍBV sigur með marki á lokamínútu venjulegs leiktíma.

„Guðjón Pétur með stutta hornspyrnu og tekið er skot sem fer í varnarmann Þróttar. Felix Örn fær svo boltann á hægri, fær engan mann í sig, hleypur inn í teig og tekur skotið og skorar!" skrifaði Brynjar Óli Ágústsson þegar hann lýsti sigurmarki Eyjamanna gegn Þrótturum.

Þórsarar leiddu lengstan hluta leiksins gegn Selfossi en Valdimar Jóhannsson jafnaði leikinn á 75. mínútu eftir að Bjarni Guðjón Brynjólfsson kom Þórsurum yfir.

„Bæði lið ganga niðurlút af velli. Eitt stig gerir ekki mikið fyrir þau. Selfyssingar geta sennilega verið sárari, virkuðu betra liðið úti á vellinum, náðu hins vegar ekki að nýta færin í dag," skrifaði Árni Þór Grétarsson í textalýsingu frá leiknum.

Sigurinn er fimmti sigur ÍBV í röð og er liðið í 2. sæti deildarinnar.

Þróttur R. 0 - 1 ÍBV
0-0 Kairo Asa Jacob Edwards-John ('10 , misnotað víti)
0-1 Felix Örn Friðriksson ('90 )
Rautt spjald: Jens Elvar Sævarsson , Þróttur R. ('52)
Lestu um leikinn

Selfoss 1 - 1 Þór
0-1 Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('8 )
1-1 Valdimar Jóhannsson ('75 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner