mán 05. júlí 2021 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Martínez ekki látinn fara þrátt fyrir vonbrigðin
Roberto Martínez.
Roberto Martínez.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spánverjinn Roberto Martínez verður áfram landsliðsþjálfari Belgíu þrátt fyrir vonbrigðin á Evrópumótinu.

Gullkynslóð Belgíu - með leikmenn eins og Eden Hazard, Kevin de Bruyne og Romelu Lukaku innanborðs - hefur ekki enn unnið stórmót. Belgía féll úr leik gegn Ítalíu í átta-liða úrslitum EM í síðustu viku.

Belgía er númer eitt á heimslista FIFA en stóðst ekki stóra prófið. Þrátt fyrir það verður Martinez áfram.

Peter Bossaert, framkvæmdastjóri belgíska knattspyrnusambandsins, segir að undirbúningur sé hafinn fyrir næstu leiki í undankeppni HM og þar verði Martínez við stjórnvölinn. Hann segir að það sé engin ástæða til að breyta um þjálfara.

Martínez hefur stýrt Belgíu frá 2016. Hann var meðal annars orðaður við Tottenham fyrir nokkru síðan en Nuno Espirito Santo tók við því starfi.
Athugasemdir
banner
banner
banner