banner
   mán 05. júlí 2021 20:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Noregur: Brynjólfur lék í sigri - Davíð Kristján að festa sig í liðinu
Brynjólfur
Brynjólfur
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tvö Íslendingalið voru í eldlínunni í norska boltanum í dag. Kristiansund vann Brann 3-2 á heimavelli og Álasund gerði markalaust jafntefli gegn Sandnes á útivelli.

Brynjólfur Andersen Willumsson kom inn á sem varamaður á 62. mínútu í stöðunni 2-1 fyrir Kristiansunds. Skömmu síðar jafnaði Brann en á 76. mínútu jskoraði varnarmaðurinn Andreas Hopmark sigurmark leiksins fyrir heimamenn.

Brynjólfur hefur komið við sögu í öllum leikjum Kristiansund á tímabilinu. Liðið er í 4. sæti efstu deildar með tuttugu stig eftir ellefu leiki og á leik til góða á liðin fyrir ofan.

Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn í liði Álasunds. Þetta var sjötti leikurinn í röð sem Davíð byrjar eftir að hafa byrjað tímabilið á bekknum.

Álasunde r með sautján stig í 5. sæti næstefstu deildar þegar tíu umferðar eru búnar.

Kristiansund 3 - 2 Brann

Sandnes 0 - 0 Álasund
Athugasemdir
banner
banner
banner