Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 05. júlí 2021 09:30
Elvar Geir Magnússon
Pjanic og Insigne orðaðir við Tottenham - Man Utd ræðir um Camavinga
Powerade
Miralem Pjanic.
Miralem Pjanic.
Mynd: Getty Images
Eduardo Camavinga.
Eduardo Camavinga.
Mynd: EPA
Junior Firpo til Leeds?
Junior Firpo til Leeds?
Mynd: Getty Images
Pjanic, Camavinga, White, Umtiti, Ronaldo, Mendy, Ryan, Willock og fleiri í slúðurpakkanum á mánudegi. BBC tók saman.

Barcelona er tilbúið að losa Bosníumanninn Miralem Pjanic (31) og franska varnarmanninn Samuel Umtiti (27) en þeir eru ekki í áætlunum Ronald Koeman. (Goal)

Pjanic er orðaður við Tottenham en þessi reyndi miðjumaður hefur oft verið á blaði hjá Manchester United. (Express)

Chelsea gæti sett strik í reikninginn hjá Arsenal með því að koma með tilboð í varnarmanninn Ben White (23) hjá Brighton á síðustu stundu. (Transfer Window Podcast)

Tottenham og Barcelona hafa áhuga á Lorenzo Insigne (30), fyrirliða Napoli, sem hefur verið frábær fyrir Ítalíu á EM alls staðar. Insigne hefur enn ekki framlengt við Napoli en samningur hans er til 2022. (Corriere dello Sport)

Barcelona er tilbúið að selja Philippe Coutinho (29) á lægri upphæð en félagið borgaði Liverpool samtals í aukagreiðslur á sínum tíma. (Mirror)

AC Milan hefur áhuga á Coutinho en félagið vill aðeins gera lánssamning vegna meiðslavandræða leikmannsins. (Mail)

Allt stefnir í að Eduardo Camavinga (18) yfirgefi Rennes í sumar en samningaviðræður hans og félagsins hafa siglt í strand. Rennes hefur þó enn ekki fengið formlegt tilboð í franska miðjumanninn. (Le Parisien)

Manchester United ætlar að ræða frekar við Rennes um Camavinga en Real Madrid, Paris St-Germain og Bayern München hafa einnig áhuga á táningnum. (Mail)

Manchester United gæti lánað markvörðinn David de Gea (30) í sumar. (Manchester Evening News)

Jorge Mendes, umboðsmaður Cristiano Ronaldo (36), er að vinna í því að framlengja samningi Ronaldo við Juventus um eitt ár. Portúgalska stjarnan yrði þá bundin til 2023. (Gazzetta dello Sport)

Manchester United býr sig undir að bjóða enska varnarmanninum Luke Shaw (25) nýjan samning. (Mail)

Kólumbíski miðjumaðurinn James Rodriguez (29) er óviss um framtíð sína hjá Everton eftir að Rafael Benítez var ráðinn. (Liverpool Echo)

Tottenham er tilbúið að láta belgíska varnarmanninn Toby Alderweireld (32) yfirgefa félagið í sumar og hyggst fá inn tvo nýja miðverði. (Football London)

Mat Ryan (29), markvörður Brighton sem var lánaður til Arsenal, er nálægt því að skrifa undir hjá Real Sociedad. (Sky Sports)

Steve Howey fyrrum varnarmaður Newcastle segir að félagið verði að kaupa enska miðjumanninn Joe Willock (21) í sumar. (Chronicle)

Inter hefur áhuga á franska vinstri bakverðinum Benjamin Mendy (26) hjá Manchester City. (Manchester Evening News)

Franski varnarmaðurinn Jules Kounde (22) hjá Sevilla er varakostur fyrir Manchester United ef félagið nær ekki að landa Raphael Varane (28) frá Real Madrid. (AS)

Spænski vinstri bakvörðurinn Junior Firpo (24) en nálægt því að ganga í raðir Leeds United frá Barcelona. (The Athletic)
Athugasemdir
banner
banner