mán 05. júlí 2021 22:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Staðfestir að Víkingur bauð í Birni - „Vonandi náum við að fara með það lengra"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var til viðtals eftir leik síns liðs gegn ÍA í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 0 ÍA

Fyrir helgi var frá því greint í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að Víkingur hefði gert tilboð í Birni Snæ Ingason sem er leikmaður HK.

„Já, við gerðum tilboð í Birni Snæ og vonandi náum við að fara með það eitthvað lengra," sagði Arnar. Greint var frá því að HK hafi neitað tilboði Víkings í Birni.

„Við höfum rætt við fleiri leikmenn. Við erum að reyna styrkja okkur, það er klárt. Það er mikill hugur í Víkingum og þetta er alltof stórt tækifæri til að nýta það ekki að vera í þessari toppbaráttu," bætti Arnar við. Viðtalið má sjá hér að neðan.

Sjá einnig:
Arnar Gunnlaugs: Vonandi verður Helgi aftur örlagavaldur
Arnar Gunnlaugs: Vonandi verður Helgi aftur örlagavaldur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner