Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 05. ágúst 2018 14:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hamren starfað í Suður-Afríku frá því í byrjun árs
Icelandair
Erik Hamren er í viðræðum við Ísland.
Erik Hamren er í viðræðum við Ísland.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Malmelodi Sundowns í myndatöku fyrir leik.
Leikmenn Malmelodi Sundowns í myndatöku fyrir leik.
Mynd: Getty Images
Svíinn Erik Hamren er sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna hjá Íslandi og er hann í viðræðum um að taka við landsliðinu af Heimi Hallgrímssyni sem vék frá starfi í síðasta mánuði.

Fótbolti.net greindi frá því á föstudag að samkvæmt heimildum væru viðræður KSÍ og Hamren vel á veg komnar og hann líklegastur sem næsti landsliðsþjálfari Íslands. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfesti það á föstudag að Hamren væri í viðræðum. Hann staðfesti það í samtali við Fréttablaðið.

Hamren, sem er 61 árs að aldri er með flotta ferilskrá Hann vann sænska bikarinn í þrígang, tvisvar með AIK og einu sinni með Örgryte. Hann vann tvo Noregsmeistaratitla með Rosenborg, 2009 og 2010, og gerði Álaborg að meisturum í Danmörku 2008. Hamren stýrði sænska landsliðinu 2009-2016 og kom liðinu á Evrópumótin 2012 og 2016, en hann hefur ekki þjálfað síðan hann hætti með Svíþjóð 2016.

Álitið á Hamren er ekki gott í Svíþjóð eftir störf hans sem þjálfari sænska landsliðsins.

Árangurinn olli vonbrigðum og var fjölmiðlamönnum, og stuðningsmönnum mjög illa við Hamren undir lokin.

Hamren hætti með Svíþjóð eftir EM 2016 en hvað hefur hann verið að gera síðan þá?

Hann hefur ekki verið í þjálfun, heldur hefur hann verið að starfa sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Mamelodi Sundowns í Suður-Afríku. Hann starfaði sem ráðgjafi hjá Örgryte í Svíþjóð frá september 2017 fram í árslok 2017.

Hann fór til Suður-Afríku í janúar og hefur starfað þar síðan. Hann hefur verið þjálfaranum þar til handar, starfað við akademíu félagsins og miðlað sínum hugmyndum.

Fer Hamren frá Suður-Afríku til Íslands? Það skýrist væntanlega betur í vikunni en ef KSÍ ræður Hamren þá gæti kannski svo verið að knattspyrnusambandið þurfi að borga einhverja upphæð til að losa Hamren undan samningi í Suður-Afríku.

Sjá einnig:
„Myndu segja Íslandi að loka landamærunum út af Hamren"
Athugasemdir
banner
banner