Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 05. september 2020 15:02
Ívan Guðjón Baldursson
Amanda skoraði í toppbaráttunni - Kristrún Rut í sigurliði
Amanda skoraði í dönsku toppbaráttunni.
Amanda skoraði í dönsku toppbaráttunni.
Mynd: Getty Images
Kristrún Rut í leik með Selfossi.
Kristrún Rut í leik með Selfossi.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Amanda Jacobsen Andradóttir skoraði er Nordsjælland gerði jafntefli við Thisted FC í danska boltanum.

Amanda, sem er fædd 2003 og spilar fyrir yngri landslið Íslands, þykir gríðarlegt efni og spilaði hún allan leikinn í dag.

Nordsjælland, einnig þekkt sem Farum BK í kvennaboltanum, er í þriðja sæti eftir jafnteflið fimm stigum eftir toppliði Bröndby. Thisted er í öðru sæti.

Thisted 2 - 2 Nordsjælland
0-1 F. Olar ('12)
1-1 B. Marcussen ('35)
1-2 Amanda Jacobsen Andradóttir ('41)
2-2 M. Kjeldgaard ('45, víti)

Í efstu deild sænska boltans kom Anna Rakel Pétursdóttir við sögu á lokakaflanum en tókst ekki að koma í veg fyrir tap Uppsala gegn Vittsjö.

Uppsala gengur herfilega og er liðið tveimur stigum frá öruggu sæti í deild sem stendur, með 10 stig eftir 13 umferðir.

Í B-deildinni í Svíþjóð var Kristrún Rut Antonsdóttir í sigurliði Mallbackens sem lagði Alvsjö að velli með tveimur mörkum gegn engu.

Kristrún spilaði fyrstu 80 mínúturnar í sigrinum og er Mallbacken um miðja deild. Liðið á ekki möguleika á að enda í fall- eða toppbaráttunni.

Uppsala 0 - 1 Vittsjö
0-1 C. Markstedt ('28)

Mallbacken 2 - 0 Alvsjö
1-0 L. Berger ('31)
2-0 S. Michael ('75)
Athugasemdir
banner
banner
banner