Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 05. september 2020 16:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bæði lið krupu á kné á Laugardalsvelli fyrir leik
Icelandair
Liðin fyrir leik.
Liðin fyrir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bæði enskir og íslenskir landsliðsmenn, ásamt dómara leiksins, krupu á kné rétt áður en leikur liðanna, sem fram fer á Laugardalsvelli, var flautaður á í Þjóðadeildinni.

Með þessu sýna leikmenn stuðning í baráttunni gegn kynþáttafordómum.

Ríflega 100 dagar eru frá því að lögreglumaður í Bandaríkjunum myrti George Floyd, óvopnaðan svartan mann, á óhugnanlegan hátt. Í kjölfarið hófst bylting um allan heim þar sem kallað er eftir jafnrétti.

„Black lives matter baráttunni var sýndur stuðningur rétt áður en flautað var á," skrifaði Elvar Geir Magnússon í textalýsingu frá leiknum.

Hér að neðan má sjá myndband frá Vísi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner