Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 05. september 2020 14:32
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið Íslands: Jón Dagur byrjar - Tveir frammi
Icelandair
Jón Dagur Þorsteinsson byrjar.
Jón Dagur Þorsteinsson byrjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Englandi klukkan 16:00 á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni.

Smelltu hér til að sjá beina textalýsingu

Ísland spilar 4-4-2 í dag en þeir Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson byrja saman frammi líkt og í leiknum fræga í Nice árið 2016.

Uppfært 15:54: Kolbeinn meiddist í upphitun og Albert Guðmundsson tekur stöðu hans frammi.
Jón Dagur Þorsteinsson, kantmaður AGF, fær tækifæri í byrjunarliðinu á kantinum. Þetta er annar mótsleikurinn sem Jón Dagur er í byrjunarliðinu en hann var líka í byrjunarliðinu í Þjóðadeildinni gegn Belgum árið 2018. Arnór Ingvi Traustason er á hinum kantinum.

Guðlaugur Victor Pálsson byrjar á miðjunni í dag eftir að hafa mest leikið í hægri bakverði með íslenska landsliðinu í síðustu leikjum. Guðlaugur Victor spilar á miðjunni hjá félagsliði sínu Darmstadt í Þýskalandi. Birkir Bjarnason er með honum á miðjunni.

Hjörtur Hermannsson er hægri bakvörður og Hörður Björgvin Magnússon er valinn fram yfir Ara Frey Skúlason í vinstri bakvörðinn.

Varamenn
Ögmundur Kristinsson (M)
Rúnar Alex Rúnarsson (M)
Jón Guðni Fjóluson
Hólmar Örn Eyjólfsson
Hólmbert Aron Friðjónsson
Arnór Sigurðsson
Albert Guðmundsson
Mikael Neville Anderson
Samúel Kári Friðjónsson
Andri Fannar Baldursson
Emil Hallfreðsson
Ari Freyr Skúlason
Athugasemdir
banner