lau 05. september 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Coutinho mætti fyrr úr fríi til að vinna sér inn sæti
Mynd: Getty Images
Brasilíski landsliðsmaðurinn Philippe Coutinho er staðráðinn í að vinna sér inn byrjunarliðssæti hjá Barcelona á miklum ólgutímum hjá félaginu.

Hann er nýbúinn með tímabil að láni hjá FC Bayern þar sem hann vann þrennuna og skoraði meðal annars tvennu gegn Barca í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Coutinho átti inni sumarfrí en ákvað að stytta það til að byrja að æfa strax með liðinu og eiga meiri möguleika á að næla sér í byrjunarliðssæti undir stjórn Ronald Koeman, sem er nýlega tekinn við stjórnartaumunum hjá stórveldinu.

Coutinho var keyptur til Barca fyrir metfé en stóðst ekki væntingar og var lánaður til Bayern á síðustu leiktíð. Hann var mikið notaður af bekknum í Þýskalandi en að lokum skoraði hann 11 mörk í 38 leikjum.

Coutinho er 28 ára gamall og hefur skorað 21 mark í 76 leikjum fyrir Barca. Auk þess hefur hann spilað 61 sinni fyrir brasilíska landsliðið, og skorað 17 mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner