Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 05. september 2020 13:39
Ívan Guðjón Baldursson
Einn stuðningsmaður fylgdi enska landsliðinu til Íslands
Icelandair
Mynd: Getty Images
Mynd: KSÍ
Rob Dorsett, fréttamaður Sky Sports, er staddur á Íslandi þessa stundina til að fylgjast með landsleik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni.

Einn stuðningsmaður ferðaðist til Íslands fyrir leikinn enda verður hann spilaður fyrir luktum dyrum. Stuðningsmaðurinn umræddi ætlar að fylgjast með leiknum fyrir utan járnhliðið á Laugardalsvelli.

Dorsett nýtti tækifærið og tók viðtal við Englendinginn fótboltasjúka sem þurfti að dvelja á hóteli í fimm daga vegna sóttvarnarlaga.

„Þetta var skyndiákvörðun sem ég tók á föstudaginn. Það er fullt af stuðningsmönnum sem hefðu komið til Íslands ef ekki fyrir sóttkvíarreglurnar," sagði Chad Thomas á Sky.

„Mér tókst næstum því að sannfæra þrjá vini mína að koma með til Íslands, Alex, Tom og Jason, en þeir hættu við á síðustu stundu.

„Ég hef bara tekið því rólega á hótelinu, búinn að vera að lesa, elda og horfa á mikið af heimildarmyndum."


Chad er gríðarlega ánægður með útsýnið sem hann hefur yfir völlinn standandi á bak við járnhliðið.

„Ég er hæstánægður með útsýnið, ég hef oft setið í sætum á leikvöngum á Englandi þar sem útsýnið er verra."

Viðtalið í heild má sjá með að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner