Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 05. september 2020 15:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo ekki með Portúgal í kvöld - Stunginn af býflugu
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo er ekki í leikmannahópi Portúgals sem mætir Króatíu í Þjóðadeildinni í kvöld.

Stórstjarnan er með sýkingu í fæti og halda portúgalskir fjölmiðlar því fram að sýkingin hafi orsakast vegna býflugnastungu.

Þetta vekur athygli þar sem Renato Sanches, miðjumaður portúgalska landsliðsins, verður heldur ekki með í leiknum vegna sýkingar í fæti.

Ronaldo leitast eftir því að skora sitt hundraðasta landsliðsmark en markmiðið hans er að skora allavega 110 áður en hann leggur skóna á hilluna. Það myndi gera hann að markahæsta leikmanni í sögu landsliða, en Ali Daei fyrrum fyrirliði Íran skoraði 109 mörk á landsliðsferli sínum.

Til gamans má geta að Ollie McBurnie dró sig úr skoska landsliðshópnum vegna sýkingar í fæti.
Athugasemdir
banner
banner