Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 05. september 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sara Björk dansaði fyrir Duchenne
Mynd: Getty Images
Sara Björk Guðmundsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og ein af bestu miðjumönnum heims, dansaði til að vekja athygli á sjaldgæfum og erfiðum vöðvasjúkdómi sem ber heitið Duchenne.

Hulda Björk Svansdóttir hrinti af stað átakinu 'Dancing for Duchenne' eða 'Dönsum fyrir Duchenne' þar sem hún og sonur hennar, sem glímir við vöðvasjúkdóminn, dansa ásamt frægum einstaklingum til að vekja athygli á málstaðnum.

Þau fengu Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra með sér í lið í ágúst og bættist Sara Björk í hópinn í gær.

Sara Björk, sem vann Meistaradeild Evrópu með Lyon á dögunum, birti myndbandið á Facebook síðu sinni.

Geggjað að dansa með þessum snillingum!
Frábært að geta lagt mitt að mörkum til þess að vekja athygli á Duchenne...

Posted by Sara Björk Gunnarsdóttir on Friday, 4 September 2020

Athugasemdir
banner
banner
banner