Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 05. september 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin í dag - Sterling, Sancho og Kane mæta í Laugardalinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera í Þjóðadeildinni í dag og í kvöld þar sem Ísland tekur á móti stjörnum prýddu landsliði Englendinga á Laugardalsvelli og beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Liðin mætast í fyrstu umferð en Ísland er í gífurlega erfiðum riðli. Danmörk og Belgía eru einnig í riðlinum og mætast í kvöld.

Strákarnir okkar mæta til leiks án margra lykilmanna þar sem Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson og Ragnar Sigurðsson eru ekki með.

Englendingar mæta til leiks með sterkan leikmannahóp þar sem vantar þó nokkra öfluga menn á borð við Marcus Rashford, Jordan Henderson og Harry Maguire.

Í næsta riðli við hlið þess íslenska á Svíþjóð heimaleik gegn heimsmeisturum Frakka á sama tíma og Portúgal fær Króatíu í heimsókn í stórleik.

Þá eru einnig leikir á dagskrá í C-deild Þjóðadeildarinnar og einn leikur í D-deildinni, þar sem Gíbraltar tekur á móti San Marínó í áhugaverðum leik.

A-deild:
Riðill 2
16:00 Ísland - England (Stöð 2 Sport - Laugardalsvöllur)
18:45 Danmörk - Belgía (Stöð 2 Sport 2)

Riðill 3
18:45 Svíþjóð - Frakkland (Stöð 2 Sport)
18:45 Portúgal - Króatía (Stöð 2 Sport 3)

C-deild:
Riðill 1
16:00 Kýpur - Montenegro
16:00 Azerbaijan - Luxembourg

Riðill 2
13:00 Norður Makedónía - Armenia
16:00 Eistland - Georgia

D-deild:
Riðill 2
13:00 Gibraltar - San Marino
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner