lau 05. september 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Wilder býst við að Sheffield kynni nýja leikmenn eftir helgi
Mynd: Getty Images
Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United, er að leita að fimm nýjum leikmönnum til að styrkja hópinn sinn fyrir næstu leiktíð.

Wilder sagði í samtali við Sky Sports að hann vanti miðvörð, vængbakvörð, miðjumann og tvo sóknarmenn til að gera Sheffield samkeppnishæft á nýju tímabili.

„Hlutirnir eru á hreyfingu, við erum nálægt því að ganga frá kaupum á tveimur eða þremur leikmönnum. Þeir gætu verið kynntir strax eftir helgi," sagði Wilder meðal annars við Sky.

Wilder fékk mikið lof fyrir góðan árangur Sheffield á síðustu leiktíð en hann fór með liðið upp úr Championship deildinni tímabilið á undan.

Sheffield endaði í níunda sæti með 54 stig, aðeins tveimur stigum eftir Arsenal og fimm stigum frá Evrópusæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner